Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1725, 153. löggjafarþing 821. mál: Orkuveita Reykjavíkur (starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga).
Lög nr. 29 22. maí 2023.

Lög um breytingu á lögum um Orkuveitu Reykjavíkur, nr. 136/2013 (starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga).


1. gr.

     2. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna orðast svo: Einnig hafa Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélög með höndum starfsemi sem nýtt getur rannsóknir, þekkingu eða búnað fyrirtækjanna, sem og iðnþróun og nýsköpun, enda tengist hún kjarnastarfsemi fyrirtækisins, þ.m.t. geymslu koldíoxíðs og annarra vatnsleysanlegra gastegunda í jörðu.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 8. maí 2023.